GingerLove

GingerLove

GingerLove er guðdómleg blanda sítrusávaxta og engifers. Þetta er fyrsti drykkurinn sem var þróaður af Lombardia Hot Drinks fyrirtækinu.

Upphaflega var þessi drykkur þróaður sem heitur koffínlaus drykkur, með dásamlegum froðutoppi. Á hlýjum sumardegi er hann einnig frábær í ísköldu vatni og muldum ís. Þú getur notið GingerLove á hvaða tíma dags sem er og notið eiginleika lífrænu innihaldsefnana þegar þig lystir.

Description

GingerLove

ginger-love1GingerLove er guðdómleg blanda sítrusávaxta og engifers.  Þetta er fyrsti drykkurinn sem var þróaður af Lombardia Hot Drinks fyrirtækinu.

gingerlove-cla-bio-noors-webUpphaflega var þessi drykkur þróaður sem heitur koffínlaus drykkur, með dásamlegum froðutoppi. Á hlýjum sumardegi er hann einnig frábær í ísköldu vatni og muldum ís.  Þú getur notið GingerLove á hvaða tíma dags sem er og notið eiginleika lífrænu innihaldsefnanna þegar þig lystir. Og það má svo sannarlega njóta drykkjanna kaldra líka, það má blanda þeim saman við boozt og shake og jafnvel búa til spennandi kokteila úr þeim!

Appelsínur & Sítrónur

Appelsínan þarf ekki kynningar við.  Við drekkum appelsínusafa vegna þess að hann bragðast dásamlega og við elskum það sem hann gerir fyrir líkama okkar.    Þær eru bragðgóðar og góðar fyrir okkur.   Sítrónur eru örlítið súrari en appelsínur, líka gulari, en með svipuð innihaldsefni og appelsínur og frábært og frískandi bragð sem á stóran þátt í að fullkomna drykkinn okkar.

Engifer

Engifer bragðast dásamlega. Það hefur skarpt bragð sem fer vel með margskonar mat. Engiferrótin hefur verið ræktuð í þúsundir ára og er þekkt fyrir einstaka eiginleika sína.

Þar sem öll innihaldsefnin okkar blandast vatni verður ekkert eftir í bollanum þínum. Þess vegna er mikilvægt að bera GingerLove ekki saman við aðra drykki sem innihalda engifer svo sem ýmis te þar sem eingöngu lítill hluti nýtist okkur en annað verður eftir í tepokanum sjálfum eða í bollanum okkar.

Okkar appelsínur, sítrónur og engifer eru lífræn. Lífræn!

GingerLove heitir GingerLove því þeir sem smakka það, elska það!

Hvað er í hverjum bolla?

gingerÍ hverjum bolla af GingerLove er m.a:

Safi úr LÍFRÆNUM appelsínum

Safi úr LÍFRÆNNI sítrónu.

LÍFRÆNT engiferþykkni

Allir lífrænu LOVE drykkirnir eru:

Frá lífrænt vottaðri ræktun til að hámarka gæði og sjálfbærni.

Vegan vottaðir, án dýraafurða og erfðabreyttra innihaldsefna.

Ósættir! (ekki ósáttir samt, en án viðbætts sykurs) og innihalda eingöngu náttúrulegan sykur innihaldsefnanna.

Glutenfríir & Laktósafríir

Náttúrulegir og án allra aukaefna svo sem rotvarnarefna eða litarefna.

Og ekki gleyma froðutoppnum okkar, namm!

Þungaðar konur og konur með barn á brjósti ættu sérstaklega að hafa í huga að ráðfæra sig við fagfólk áður en náttúruefna og/eða náttúruvara er neytt, svo á einnig við um þá sem nota þurfa lyf.  Hafa ætti jafnframt í huga að neysla fæðubótarefna kemur ekki í stað fjölbreyttrar fæðu.