Probi® Mage

Probi® Mage

probi_logoProbi® Mage er fæðubótarefni sem inniheldur mjólkursýrugerilinn Lactobacillus plantarum 299v. Probi® Mage er framleiddur af Probi AB í Svíþjóð sem er fyrirtæki sem hefur helgað sig rannsóknum á mjólkursýrugerlum í yfir 25 ár. Gerillinn er með einkaleyfi um allan heim og hvert hylki af Probi® Mage inniheldur að minnsta kosti 10 milljarða gerla (CFU) á fyrningardagsetningu. Dagskammtur er 1 hylki á dag.

Probi AB er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í rannsóknum á mjólkursýrugerlum og eiginleikum þeirra. 

 

Description

Probi® Mage

Í kringum 1990 byrjaði hópur skurðlækna, örverufræðinga og næringarfræðinga frá háskólanum í Lundi að rannsaka hvað það er sem viðheldur eðlilegu og vel starfhæfu ástandi þarma okkar. Þeir skoðuðu bakteríur sem frá náttúrunnar hendi var að finna í heilbrigðum þörmum mannslíkamans og aðal áskorunin var sú að finna bakteríu sem þoldi álag, var harðger og hafði þá eiginleika að geta fjölgað sér í meltingarvegi.

Probi® Mage uppgötvaðist eftir fjölda rannsókna

Eftir fjölda rannsókna tókst hópnum að bera kennsl á bakteríu eða geril sem hafði þau einkenni sem þeir töldu nauðsynleg og var með yfirburðareiginleika umfram aðrar sem þeir höfðu skoðað. Hún ver nefnd Lactobacillus plantarum 299v og er mjólkursýrugerill sem er með einkaleyfi sænska fyrirtækisins Probi AB, um allan heim en Probi AB er leiðandi aðili á heimsvísu í rannsóknum á mjólkursýrugerlum.

Vistkerfi meltingarvegarins

Mannslíkaminn býr gríðarlegum fjölda ólíkra örvera heimili, þar á meðal bakteríum/gerlum og gertegundum. Þetta samansafn af örverum, sem alla jafna lifa í sátt og samlyndi með okkur, hefur mismunandi nöfn en er oft nefnt þarmaflóra. Þarmaflóra okkar er fjölbreytt og flókið vistkerfi sem hefur mikilvægu hlutverki að gegna fyrir líffræðilega virkni líkama okkar. Hlutverk meltingarvegarins er meðal annars að melta fæðu okkar, draga í sig næringarefni úr henni og vernda okkur gegn utanaðkomandi áhrifum sem gætu haft óæskileg áhrif á heilsu okkar.

Probiotics / góðir gerlar

FAO/WHO (Alþjóða heilbrigðisstofnunin) samþykkti árið 2002 að skilgreina góðgerla eða orðið “probiotics” sem “lifandi vistkerfi sem þegar gefið í nægjanlegu magni hefur heilsubætandi áhrif á þann sem neytir.”

Góðgerlar eru því taldir geta bætt varnarkerfi þess sem neytir þeirra og þá er sérstaklega mikilvægt að velja gerla sem sýnt hefur verið fram á að lifa af ferðalagið í gegnum meltingarveginn og hafa eiginleika til að fjölga sér þar, eins og sýnt hefur verið fram á með Lactobacillus plantarum 299v góðgerlinum í Probi® Mage.

Probi® Mage gegn óþægindum tengdum meltingu

Probi® Mage hefur í rannsóknum sýnt sig meðal annars hafa sérstaklega góða eiginleika gegn einkennum eins og uppþembu, vindgangi, niðurgangi og/eða hægðatregðu. Þeir sem eiga við tilfallandi eða langvarandi óþægindi tengd meltingu að etja þekkja vel hversu mikil áhrif það getur haft á daglegt líf og að sama skapi hversu mikill léttir það er þegar komist er fyrir slíkt ástand. 

Það er mikilvægt að huga að heilbrigði þarmaflórunnar en fjölmargir þættir geta haft áhrif á hana og hún tekur breytingum dag frá degi, meðal annars vegna þess sem við neytum en einnig vegna ytri þátta.  Þess vegna tökum við 1 hylki af Probi Mage  á hverjum degi.   Probi Mage er söluhæsta varan í sínum flokki í Svíþjóð og hefur fengið frábærar viðtökur á Íslandi.  

NOTKUN & INNIHALD:

Probi® Mage er söluhæsta fæðubótarefnið í sínum flokki í Svíþjóð og ráðlagður neysluskammtur er 1 hylki á dag.  Hvert hylki inniheldur að minnsta kosti 10 milljarða gerla (CFU) á fyrningardagsetningu.  Geymið þar sem börn ná ekki til.  Vöruna þarf ekki að geyma í kæli.

Innihald: Fylliefni (kartöflusterkja), hylki (hydroxýprópýl metýlsellulósi), Lactobacillus plantarum 299v, kekkjavarnarefni (magnesíumstearat).

Hafa ætti í huga að ef Probi® Mage  er tekinn á sama tíma og sýklalyf eru notuð skal láta líða 2 tíma frá því að sýklalyfin eru tekin þangað til Probi® Mage er tekinn inn.

Ef inntaka hylkja hentar ekki má opna hylki af Probi® Mage og blanda innihaldi þeirra saman við mat ef vill, maturinn ætti þó ekki að vera heitur svo virkni gerlanna varðveitist.

Probi® Mage er fæðubótarefni. Neysla fæðubótarefna kemur ekki í stað fjölbreyttrar fæðu.