SleepyLove

SleepyLove

Það getur verið virkilega þreytandi að geta ekki sofið, og það er það, eðli málsins samkvæmt.

SleepyLove inniheldur frábæra blöndu af Bach blómadropum sem margir þekkja og njóta einstakra áhrifa af.

Hlýjum bolla af SleepyLove er best að njóta að kvöldi, ekki löngu áður en þið leggist til hvíldar. Dragið andann djúpt og finnið draumalandið nálgast.

Description

Hvers vegna við völdum þessi efni fyrir þig?

SleepyLove inniheldur m.a. magnaða blöndu af sérvöldu Bach blómadropunum Honeysuckle (Vaftoppur), Walnut (Valhnota), Rock Rose (Glóauga), Impatiens (Risabalsamína), Cherry Plum (Fuglaplóma), Clematis (Hnoðrabergsóley) og Star of Betlehem (Morgunstjarna) og einnig lífræna mangó- og eplasafa auk engifersextrakts og sítrónu.

Allir lífrænu LOVE drykkirnir eru:

Frá lífrænt vottaðri ræktun til að hámarka gæði og sjálfbærni.

Vegan vottaðir, án dýraafurða og erfðabreyttra innihaldsefna.

Ósættir! (ekki ósáttir samt, en án viðbætts sykurs) og innihalda eingöngu náttúrulegan sykur innihaldsefnanna.

Glutenfríir & Laktósafríir

Náttúrulegir og án allra aukaefna svo sem rotvarnarefna eða litarefna.

Og ekki gleyma froðutoppnum okkar, namm!

Þungaðar konur og konur með barn á brjósti ættu sérstaklega að hafa í huga að ráðfæra sig við fagfólk áður en náttúruefna og/eða náttúruvara er neytt, svo á einnig við um þá sem nota þurfa lyf.  Hafa ætti jafnframt í huga að neysla fæðubótarefna kemur ekki í stað fjölbreyttrar fæðu.