fbpx
Home/Fróðleikur/Hin síbreytilega þarmaflóra

Hin síbreytilega þarmaflóra

Fjölmargir þættir geta haft áhrif á þarmaflóru okkar og hún tekur stöðugum breytingum, meðal annars vegna þess sem við neytum en einnig vegna ytri þátta. Það er mikilvægt að huga að heilbrigði þarmaflórunnar og ein leið til þess er að taka inn góða mjólkursýrugerla, með sannreynda virkni, dag hvern.

Sænska fyrirtækið Probi AB sem er mörgum Íslendingum að góðu kunnugt, var stofnað fyrir 25 árum í kringum merkilega uppgötvun sem hópur vísindamanna í Lundi gerði á eiginleikum tiltekinna mjólkursýrugerla og þarmaflórunni.

Fyrirtækið er í dag leiðandi á heimsvísu í rannsóknum á mjólkursýrugerlum og virkni þeirra, og fæðubótarefnin frá Probi AB, sem byggja á áralöngum rannsóknum fyrirtækisins, eru varin einkaleyfum.

Caroline Montelius – PROBI AB</