fbpx
Home/Fróðleikur/Hvers vegna eru allir að tala um þarmaflóruna?

Hvers vegna eru allir að tala um þarmaflóruna?

Áhugi og þekking vísindasamfélagsins á þarmaflórunni hefur aukist mjög frá því sem áður var, ekki síst vegna þess að sýnt þykir að heilbrigði þarmaflórunnar getur skipt miklu máli fyrir heilsu fólks, jafnt líkamlega sem andlega. Þorbjörg Hafsteinsdóttir mælir með Probi Mage mjólkursýrugerlum.

Hippókrates sagði á sínum tíma: „Allir sjúkdómar hefjast í meltingarvegi,“ og þó svo hann hafi ef til vill ekki fengið þann hljómgrunn sem hann vonaðist eftir þá er margt sem bendir til þess að hann hafi haft á réttu að standa hvað þetta varðar, að einhverju leyti í það minnsta. Þeir sem eiga við tilfallandi eða langvarandi óþægindi tengd meltingu að etja þekkja vel hversu mikil áhrif það getur haft á daglegt líf og að sama skapi hversu mikill léttir það er þegar komist er fyrir slíkt ástand.

Hvað er mjólkursýrugerill?

FAO/WHO (Alþjóðaheilbrigðisstofnunin) samþykkti árið 2002 að skilgreina mjólkursýrugerla (e. probiotics) sem „lifandi vistkerfi sem, miðað við að gefið sé í nægjanlegu magni, hefur heilsubætandi áhrif á þann sem neytir“.

Vistkerfi líkamans er bæði flókið og fjölbreytilegt og þarma­flóran magnað fyrirbæri. Lacto­bacillus gerlategundin tilheyrir hópi mjólkursýrugerla sem eiga það sameiginlegt að geta framleitt mjólkursýru. Gerlarnir eru mikilvægur hluti af örlífverum þarmanna en eru aftur á móti ekki allir eins. Til að mynda bindast þeir ólíkum viðtökum í þörmunum sem leiðir til ólíkra áhrifa á ónæmiskerfið, næringarupptöku, þarmaflóruna o.s.frv. og virkni þeirra getur verið býsna ólík, jafnvel innan tegundarinnar. Lacto­bacillus plantarum 299v tilheyrir þessum gerlahópi og býr yfir einkar áhugaverðum eiginleikum. Hann hefur sýnt sig virka vel gegn ýmsum óþægindum tengdum meltingu og hefur jákvæð áhrif á varnir líkamans.

Merkileg uppgötvun

Um miðjan áttunda áratuginn komust vísindamenn við Háskólasjúkrahúsið í Lundi í Svíþjóð að því að algengt var að finna mjólkursýrugerilinn Lactobacillus plantarum í heilbrigðum þörmum, en hann var mun sjaldnar að finna í sjúkum þörmum. Þetta kallaði á frekari rannsóknir og leiddi til uppgötvunar á mjólkursýrugerlinum Lactobacillus plantarum 299v, sem sýndi sig vera sérlega efnilegur sem hugsanlegt meðferðarform þar sem hann var einkar harðger og lifði af bæði