Iðraólga er ekki eðlilegt ástand til langs tíma

Þeir sem eiga við tilfallandi eða langvarandi óþægindi tengd meltingu að etja þekkja vel hversu mikil áhrif það getur haft á daglegt líf og að sama skapi hversu mikill léttir það er þegar komist er fyrir slíkt ástand.   Óþægindi tengd meltingu geta gefið til kynna að ójafnvægi sé í þarmaflóru okkar og því getur verið gott að staldra við og skoða betur hvað veldur.  Sýnt þykir að heilbrigði þarmaflóru okkar getur skipt miklu máli fyrir heilsu okkar almennt,  jafnt líkamlega sem andlega.

Fjölmargir þættir geta haft áhrif á þarmaflóruna og hún tekur breytingum dag frá degi, meðal annars vegna þess sem við neytum en einnig vegna ytri þátta. Það er því mikilvægt að huga að heilbrigði þarmaflórunnar, og ein leið er að taka inn góða mjólkursýrugerla, með sannreynda virkni, dag hvern.

Mikilvæg vörn

Í heilbrigðum meltingarvegi heldur þekjuvefur þarmanna örlífverum í skefjum. Þekjuvefurinn virkar eins og nokkurskonar veggur sem hjálpar til við að hindra greiðan aðgang bakteria inn í líkamann.  Á síðastliðnum áratugum hafa hrannast upp vísbendingar sem benda til þess að bakteríur sem finna má í heilbrigðum meltingarvegi hjálpi til við að vernda einnig líkamann gegn sýkingum, sem ásæknari sjúkdómsvaldandi bakteríur gætu mögulega valdið, með því að skapa aðstæður þar sem skaðlegu bakteríurnar ná ekki að fjölga sér nægjanlega mikið til að valda tjóni.
 
Þó getur þekjuvefurinn rofnað af ýmsum ástæðum og þarmarnir orðið lekir og því ófærir um að halda eiturefnum, bólgumyndandi efnum og sjúkdómsvaldandi bakteríum í skefjum.<