Sagan

Lombardia-Antwerpen-GevelAlain Indria bjó til heitu Lombardia drykkina, Ginger Love, Detox Love og Sleepy Love, vegna ástríðu og elskusemi gagnvart viðskiptavinum sínum (og vegna þess að honum bara líkar alls ekki að drekka kaffi) í heilsubúðinni og Vegan veitingastaðnum Lombardia í Antwerpen ekki vera hissa, Moby hefur komið þangað, líka Jónsi í Sigurrós og Sting! Lombardia er fjölskyldufyrirtæki sem móðir Alains stofnaði 1972 og þau hafa verið aðal valkostur fyrir þá sem vilja annað val en kaffi eða te í Belgíu og hafa jafnframt vaxið hratt í smásölu og veitingageiranum um allan heim.

Með þessari stuttu sögu hér að ofan eruð þið boðin velkomin og boðið að kynna ykkur sögu heitu Lombardia drykkjanna frekar.

Með yfir 40 ára reynslu í heilsu- og matvælageiranum varð Lombardia leiðandi á sviði nýjunga með dásamlegu heitu hollustudrykkina sína. Síðasta áratug hefur þessi duglegi hópur athafnamanna í fjölskyldufyrirtækinu gjörbreytt landslagi drykkjarmarkaðsins með ferskri og hollri nálgun þar sem gott og náttúrulegt bragð blandast bestu fáanlegu hráefnum sem heimurinn hefur upp á að bjóða.

Þessi skemmtilega saga byrjaði þegar GingerLove varð eiginlega fáránlega vinsælt á veitingastað fjölskyldunnar, Lombardia, sem er í raun fullkominn staður fyrir framleiðendurna til að prófa snilldarlega þróaðar afurðir sínar og fá svörun viðskiptavinanna beint í æð.

Á níunda áratugnum var eigandi Lombardia, Alain Indria, atvinnumaður í brimbrettaíþróttinni með “vegan” lífstíl sem ferðaðist um heiminn með þorsta fyrir nýjum, heiðarlegum og sönnum bragðupplifunum. Hann hefur aldrei verið hefðbundinn kaffi- eða tedrykkjumaður. Þess í stað gerði hann tilraunir með sínar eigin ávaxta og kryddblöndur með það að markmiði að búa til heimsins dásamlegustu lyktar- og bragðupplifun. Svo, eftir mörg ár þar sem hann ferðaðist um heiminn sem brimbrettakappi og “foodie”, gjörbreytti Alain heilsubúðinni sem mamma hans stofnaði í nútímalega og töff grænmetis og “vegan” paradís. Árangurinn og þróunin af GingerLove sem varð gríðalega vinsælt byggir á hans “tei” sem er samt alls ekki “te”, heldur heitur drykkur sem er algerlega einstakur. Þið fattið hvað við eigum við þegar þið smakkið! Varan sem kom, sá og sigraði er komin til að vera og er nú fáanleg í skammtapokum, fullkomlega mæld fyrir einn bolla, úr ferskasta og besta hráefni sem völ er á þar sem ekkert tapast af bragði eða eigineikum innihaldsefnanna.