Um Okkur

abel-old-logo

Fyrsta logo ABEL ehf.

Abel ehf. var stofnað árið 2002 og hóf þá innflutning á ýmsum heilsuvörum sem seldar voru í apótekum og heilsubúðum um allt land.  Þá var logoið okkar svona og fyrirtækið fékk þetta nafn af því bókstafirnir “a” og “b” eru fyrstir í stafrófinu, það hlaut að vera gott að vera framarlega í röðinni, fannst okkur.  Árið 2005 voru umboðin seld og Abel lagt í dvala að mestu leyti en eigandi þess og stofnandi var þó viðloðandi heilsuvörugeirann og hefur verið alla tíð síðan.

Þegar Probi Mage varð svo á vegi ABEL fyrir nokkrum árum, eða árið 2016, varð ekki aftur snúið með að draga fyrirtækið aftur á fætur og koma þessari ótrúlega áhugaverðu og merkilegu vöru til fólksins.

Það er einlæg stefna Abel ehf. að koma á íslenskan markað afburðagóðum heilsuvörum sem hafa sannað sig á heimamarkaði og víðar.  Vörum sem að baki liggur skynsamleg og ígrunduð þróunarvinna með tilliti til gæða og gagns.

Probi mjólkursýrugerlar eru fæðubótarefni. Neysla fæðubótarefna kemur ekki í stað fjölbreyttrar fæðu og heilsusamleg lífernis.