Um Okkur

abel-old-logoAbel ehf. var stofnað árið 2002 og hóf þá innflutning á ýmsum heilsuvörum sem seldar voru í apótekum og heilsubúðum um allt land.  Þá var logoið okkar svona og fyrirtækið fékk þetta nafn af því bókstafirnir “a” og “b” eru fyrstir í stafrófinu, það hlaut að vera gott að vera framarlega í röðinni, fannst okkur.  Árið 2005 voru umboðin seld og Abel lagt í dvala að mestu leyti en eigandi þess og stofnandi var þó viðloðandi heilsuvörugeirann og hefur verið alla tíð síðan.

probi-sliderÞegar Probi Mage varð sv0 á vegi ABEL fyrir nokkru varð ekki aftur snúið með að draga fyrirtækið aftur á fætur og koma þessari ótrúlega áhugaverðu vöru til fólksins. Þetta er sönn saga.

Lombardia Hot Drink dásemdarykkirnir eru svo af sama meiði.  Við duttum inn í Lombardia kaffihúsið í Antwerpen, eða nei, það er ekki rétt, við vorum dregin þangað inn – og tókum lest frá Brussel, bara til að smakka GingerLove og nammmmm… þvílík sæla.  Þessi litli sæti lífræni veitingastaður var fullur af ókunnugum andlitum en einu kunnuglegu því þegar var litið upp úr bollanum blasti Jónsi í Sigurrós við… uppi á vegg! Hann virðist kunna gott að meta og skrifaði “knús” á plakatið.  Þar með byrjaði þetta ævintýri og nú fást drykkirnir hér. Þetta er lika sönn saga.

posterÞað er einlæg stefna Abel ehf. að koma á íslenskan markað góðum heilsuvörum sem hafa sannað sig á heimamarkaði og víðar.  Vörum sem að baki liggur skynsamleg og ígrunduð þróunarvinna með tilliti til gæða og gagns.

Með tilhlökkun,

ABEL