fbpx
Home/Fróðleikur/Það eru ekki allir mjólkursýrugerlar eins

Það eru ekki allir mjólkursýrugerlar eins

Í dag hefur áhugi og þekking vísindasamfélagsins á þarmaflórunni aukist mjög frá því sem áður var og ekki síst vegna þess að sýnt þykir að heilbrigði þarmaflóru okkar getur skipt miklu máli fyrir heilsu okkar almennt, jafnt líkamlega sem andlega. Hippocrates sagði á sínum tíma „Allir sjúkdómar hefjast í meltingarvegi“ og þó svo hann hafi ef til vill ekki fengið þann hljómgrunn sem hann vonaðist eftir þá er margt sem bendir til þess nú að hann hafi haft á réttu að standa hvað þetta varðar, að einhverju leyti í það minnsta.
 

Probi Mage mjólkursýrugerlar

Í heilbrigðum meltingarvegi heldur þekjuvefur þarmanna örlífverum í skefjum. Þekjuvefurinn virkar eins og veggur sem hindrar greiðan aðgang gerla inn í líkamann og kemur að sama skapi í veg fyrir að ónæmiskerfi líkamans ráðist á „góðu“ gerlana. Á síðastliðnum áratugum hafa hrannast upp vísbendingar sem benda til þess að gerlar sem vanalega eru til staðar í meltingarveginum verndi einnig líkamann gegn sýkingum, sem ásæknari s