Hver eru þín járngildi?

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) er blóðleysi af völdum járnskorts eitt helsta næringarvandamálið í heiminum í dag, hvort er hjá iðnríkjum eða í þróunarlöndum. Um það bil 20-30% af konum á barneignaraldri eru taldar þjást af járnskorti.

Eftirfarandi hópar geta m.a. verið í áhættu fyrir járnskort:

 • Konur á barneignaraldri
 • Barnshafandi konur
 • Unglingar
 • Eldra fólk
 • Fólk í mikilli þjálfun
 • Grænmetisætur / grænkerar, ef lágt járnmagn í fæðu

Einkenni járnskorts geta meðal annars verið:

 • Þreyta
 • Höfuðverkir
 • Svimi
 • Fölvi
 • Pirringur
 • Þrek- og orkuleysi
 • Hárlos
 • Vöðvakippir
 • Veikara ónæmiskerfi
 • Skertur skilningur og einbeitingarskortur (e. impaired cognition)

Vandamálið með járnið….

Eingöngu um það bil 10-15% af því járni sem við neytum í fæðu frásogast og nýtist líkamanum.

Þetta hlutfall er breytilegt og fer eftir ýmsum þáttum svo sem 1) járngildi einstaklings, 2) samsetningu fæðu með tilliti til örvandi eða hamlandi upptökuþátta sem og 3) uppruna járnsins, þ.e. hvort það er úr dýraríkinu eða plönturíkinu.

Auk þess að nýta ekki nema tiltölulega lágt hlutfall járns úr fæðunni, þá missum við einnig járn úr líkamanum, t.d. í gegnum blæðingar (tíðablæðingar).  Þessir tveir þættir, lág upptaka af járni og töluverður járnmissir, eru algeng orsök fyrir blóðleysi af völdum járnskorts hjá konum á barneignaraldri. Aðrir áhættuhópar eru börn og unglingar (aukin járnþörf), grænmetisætur (ef lágt járnmagn í fæðu), íþróttafólk (aukin járnþörf) og eldra fólk sem neytir gjarnan minna af mat en áður.

Léleg upptaka járns getur dregið úr virkni hefðbundinna háskammta járnbætiefna – og getur haft aukaverkanir í för með sér

Aukaverkanir hefðbundinna háskammta járnbætiefna má alla jafna tengja við lága upptöku járnsins sem skilur eftir sig háan skammt af óuppteknu járni í þörmunum.

Algengt er að einungis örlítið magn af járni úr hefðbundnum járnbætiefnum nýtist í líkamanum sem þýðir að hlutfallslega mikið magn af óuppteknu járni getur orðið eftir í meltingarveginum og valdið aukaverkunum